föstudagur, apríl 30, 2004

Smáralind, Kringlan, Laugavegurinn.....eru hættulegar freistingar sem hrikalega erfitt er að standast, sérstaklega á tímum sem þessum þar sem buddan grætur blautum tárum. En nóg nú um það...því hér hef ég smá sögu handa ykkur...smá játningu...hver ykkar hefur ekki séð einhvern bol, buxur, jakka, skó...eða hvaðeina sem ykkur líst ógeðslega vel á, keypt það, notað það og svo bara allt í einu ekki fílað það neitt lengur. Kannski vegna þess að það er ólögulegt, of lítríkt eða eitthvað....og pælt í því hvort þið eigið að skila flíkinni...þegar ég fór í Smáralindina fyrir 2 dögum þá sá ég ógeðslega grænan jakka í Vero Moda og ég þurfti næstum að setja upp sólgleraugu því heimurinn varð svo bright við að sjá hann, fór ég að rifja upp eitt af prakkarastrikum yngri ára. Það var árið eftir fermingu sem þessir sömu skæru litir voru í tísku og eru núna og ég keypti mér ógeðslega skærgrænan gegnsæjan bol vegna þess að afgreiðslukonan í búðinni sagði mér að þetta væri rosalega töff. Nú Samfés ballið vara að nálgast og maður myndi nú sko vera aðalskvísan í honum þar í himinbláa sundbolaefnispilsinu sínu og þessum skærgræna bol (gott combo) enda það planið. Jú jú mín fór svleiðis og þvílíkt áberandi. Eftir ballið fannst mér bolurinn hins vegar ekki alveg ég svona hversdagslega svo ég ákveð að fara með hann í búðina aftur og reyna að skila honum. Ég kom alveg brjáluð yfir því að hafa keypt bol með blettum í , eins og einhver hafi keypt bolinn gengið í honum og skilað hinum svo!!! Þetta sætti ég mig sko ekki við....þvílíkt hneyksli! En þetta gékk nú ekki verr en það að ég fékk bara þessa líka fínu inneignanótu og keypti mér eitthvað annað fallegt......gott hjá manni eða hvað! Þannig að niðurstaðan af þessari sögu er sú að þótt mér hafi litist vel á þennan græna jakka held ég láti það vera að kaupa hann....og eyði peningunum mínum í eitthvað uppbyggilegra...sem væri nú eiginlega hvað???

Og hvað er málið með það að borða pitsu með bérnaisósu??? með fullri virðinu við norðlendinga!..

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Myndir komnar inn frá hinu fræga árlega Bóksöludjammi þar sem veigarnar flóðu frá klukkan 20....af myndunum af dæma tókst þetta gríðarlega vel og var vafalaust hápunktur kvöldsins þegar leynigestur kvöldsins hann Steinar í bóksölunni tók lagið. Til gamans má nefna að hann tók þann sama dans á árshátíðinni við gríðarlegar undirtektir og lofaði hann að gera þetta aftir að ári!!

Ég er núna búin að gera nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að vera hinn góði granni og kynna mig af fyrra bragði. Í bæði skiptin sem ég reyndi það gekk það heldur betur illa. Í fyrsta lagi þá hef ég tekið eftir tveimur stórum glyrnum glapa á mig í gegnum gluggann á fyrstu hæðinni, í annað skiptið í gegnum bílrúðuna og svo þegar á þriðja skiptið reyndi þá bar það nú svo til að ég og harpa vinkona vorum að bíða eftir að Anna sækti okkur. Því stóðum við fyrir utan heima hjá mér. Ég sé að bíllinn hennar konunnar á neðri hæðinni kemur heim og segi ég við Hörpu að ég ætli að kynna mig. Sé svo að kvendið strunsar bara fram hjá mér og liggur við að ég stæði út með hendina en þar sem ég eg fljót að hugsa snéri ég mig bara að Hörpu og þóttist vera að tala við hana. Heyriði þetta sætti ég mig svo illa við að ég ákveð bara einn morguninn um daginn þegar eg er á leið í skólann að setja bílinn bara í bakk í staðinn fyrir Drive svo bílin bara rennur á hennar!!!!! NÚ ég nottla ÞURFTI að banka upp á hjá henni til að fá að sjá kellu almennilega og þá kemur bara í ljós að þetta er mesta ljúfmenni. Það sem maður þarf aldeilis að ganga langt!!!