þriðjudagur, mars 30, 2004

SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR
Góði Guð! Gefðu mér sjónina aftur!
Ég lagði leið mína í Sundhöllina í gær í þeim tilgangi að hefja nýjan hreyfingalífstíl. Gæti ekki verið "nýrri í hverfið" því ekkert annað var gert en að spyrja afgreiðslukonuna spjörunum úr um hvernig allt virkar, það er nefnilega ekker svo safe fyrir mig að fara ein í sund: Nota bene...manneskja með mínus 6 í nærsýni er hreint ekki óhætt við þessar aðstæður sem þessar. Þar sem ég gékk nú hreint og beint til verks stefndi ég að dýpri sundlaugarbakkanum og smellti á mér sundgleraugun. Vandamálið var samt að sjá hvort einhver væri á brautinni og það var hreint miklu erfiðara en ég hélt því það gékk bara ekkert að píra augun, endaði nú svo með því að ég sikksakkaði um brautina til að sveigja frá öllu því aldagamla fólki sem á vegi mínum varð ( þetta eru við framtíðarinnar). Svo ætlaði ég í heita pottinn, vissi ekki hvar hann var fyrr en ég var næstum alveg komin upp að einhverjum veggfjára þarna til þess að sjá skiltið sem sýndi hvar pottarnir eru!! Og hvað var þar...ennþá meira gamalt fólk, notaði bara heyrnina þar þar sem ég sá ekkert, að tala um hve fermingar eru orðnar tilgangslausar og græðgislegar. Eftir smá suðu skröltist ég inn í búningsklefa, blind, soðin og svöng. Leit á klukkuna, þegar brillurnar voru komnar á, og hvað hafð þessi sunferð varað lengi? Heilar 20 mínútur og geri aðrir betur!! Strunsaði svo út í Krambúðina eftir smá stopp hjá Beggu...yndislegar þessar litlu búðir..minna mig á Berlín......keypti inn í matinn og í saumaklúbbsgúmmulaði sem var svo étið um kvöldið...........

Það er djamm niðrí KHÍ skólanum mínum kæra á föstudag og hvet eg alla til að koma. Í fyrra semsagt átti bóksalan 25 ára afmæli og var því haldið upp á það allsvaðalega. Þetta tóskt nú svo vel að í ár verður haldið upp á annan í 25.ára afmæli bóksölunnar (maður heldur nú ekki stórt afmæli tvö ár í röð en það er alltaf hægt að hafa annaní einhverju). Ég hvet alla til að koma þangað og samgleðjast. Þetta mun vera ódýrasta skemmtun sem þú mögulega kemst á....og stefnt er að fara í bæinn um 12...og líka stefnt að því að FARA í bæinn yfir höfuð;)
kveðja kennarinn

mánudagur, mars 29, 2004

Byrja aftur.....
....á byrjuninni. Enn og aftur reyni ég að byrja að blogga en það tekst ekki. Ég er bara svo löt að þessu, svo er bloggið mitt ekki eins flott og fínt og hjá hinum. Ég meina ég kann ekki einu sinni að setja inn myndir...já en þá er nú kannski gott að eiga myndavél líka...get nú samt alveg eins fundið einhverjar vafasamar myndir að vinum mínum og smellt hérna inn...ef að ég kynni það þá....til dæmis gæti ég fundið myndir af vinum mínum frá síðasta föstudegi..man ekki betur en að hafa sæeð einhver flöss á lofti. Ef að ég hefði verið með myndavél þá hefði ég til dæmis reynt að ná mynd af bleika cashmerinu hennar Aussu brenna upp til agna og svo hefði ég reynt að ná mynd af staffinu vera hlaupa með logandi trefil þvert yfir gólfið að barnum til að fleygja honum ofan í næsta vask. Nánar tiltekið frá upphækkaða svæðinu á efri hæðinni á Gauknum. Annars er ég nú farin að halda að einhver álög liggi yfir því, kannki bara fullt tungl sem liggur yfir því. Við vinkonurnar virðumst ekki mega setjast þarna niður án þess að eitthvað gerist. Við munum nú öll eftir dansinum góða sem hún HahahaHarpa reyndi að dansa hér um árið. Hvað hét hann nú aftur spýtukalladansinn?? Fleiri góð skemmtiatriði frá afmælinu hans Ómars voru ekki mikið fleiri enda erfitt að toppa bleika brennu. Fór eftir það á Vegamót og hitti þar ýmislegt fólk, þar á meðal Sigga sem reyndi að selja mér hugmynd um ágæti AK Extreme mótsins sem er á Akureyri næstu helgi. Mér finnst hún samt voða sniðug enda búin að plana að fara þangað í tvö ár. Það verður að koma bara í ljós í lok vikunnar hvernig púsla á skemmtun og skynmsamlegu heimilishaldi saman en þessa dagana er ég í gríð og erg að koma mér fyrir í slotinu mínu á Njarðargötunni en það er nóg að gerast og í sameiningu við vinkonur mínar höfum við komist að því að:
1. Það er ekki hægt að vera 100 kg á klósettinu
2. Það er hægt að sofa á klósettinu
3. Ég er perri að hafa gegnsætt sturtuhengi
4. Eg get teygt mig úr eldhúsinu inn í andyrið haldandi á símanum meðan hann er tengdur í hleðslu(stórt ha?)
4 og 1/2. Það er erfitt að elda mat þarna án góðra græja.
5. Það er hægt að sjá inní stofuna ef maður stendur á gangstéttinni fyrir utan (stelpurnar eru perrar)
6. Fataskápurinn í herberginu sér um að slökkva ljósið
7. Þetta er kósý
8. Makkintoshdollan á ekki að vera undir stofuborðinu
9. Að gólfið sé kalt
10. Að ég get boðið nokkuð mörgum

en jæja....best að reyna að átta sig betur á þessu snjósumri sem nú er að koma...snjór og sól er smat ekki slæm blanda...allavega ekki í Austurríki...

föstudagur, mars 26, 2004

table border='1' cellspacing='0' cellpadding='2' align='center'>

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreamsUser NameMomCeline DionDadSteve IrwinBrotherEric BanaSisterDrew BarrymoreDogOtisBoyfriendJustin TimberlakeBest friendDrew BarrymoreCreated with quill18's MemeGen 3.0!

miðvikudagur, mars 24, 2004

NJARÐARGATA 5
.....er mitt nýja heimili. Enn er ekki komið heimasímanúmer en það er á leiðinni....

sunnudagur, mars 14, 2004

BLESS BLESS GRAFARVOGUR

já það er nú satt..................