þriðjudagur, febrúar 17, 2004

FYRIRLESTUR Í KHÍ

Til að byrja með þá vil ég minna þá sem manninn þekkja að Brennu-Njálssögu snillinn hann Kristján Jóhann Jónsson þá er að kenna mér í bókmenntum og tók sig til um daginn að rifja upp hegðun mína í menntaskóla við samnemendur mína í íslenskunni sem hafði nú þær afleiðingar í för með sér að ég féll í Njálunni á 1. ári. Var nú ekki stödd í menntaskóla til að læra í þá daga. En nóg með það í morgun mætti halda að ég hafi gengið í gegnum frystiklefa sem er í alkuli.
...Þessi saga er eiginlega ekki saga heldur meira brandari.....í dag átti ég að halda örlítinn fyrirlestur um smásögu eftir Ástu Sigurðadóttur og hafði ég heila grein í fórum mínum til stuðnings. Jújú...eins og oft áðurer þetta ekki mjög mikið mál...nema tala fyrir framan fólk, það hækkar alltaf aðeins blóðþrystinginn hjá manni...og í morgun var engin undantekning, en það bara kraumaði eitthvað meira. Eftir frímínúturnar sem ég notaði í að klára powerpoint-showið mitt stóð ég upp til að halda fyrirlesturinn vitandi að ég undirbjó mig ekki nógu vel, byrjaði að tengja tölvuna við skjávarpann, glærurnar voru svona 8 svo það var ekki vandamálið. Jæja...nú byrja ég:
Greinin sem ég ætla að segja frá heitir...blablabla..og hún fjallar um...????? ..já sama og við vorum að tala um hérna áðan...ehhh....semsagt um.....ummmm...(fer að skrolla á milli glæranna...why the hell!!..) ...og það næsta sem ég veit er að ég veit bara EKKERT hvað ég á að segja eða hvað ég á að gera???? Ég gjörsamlega fraus, það eina sem ég gerði í svona mínútu var að góna með uppglennt augu (að sögn vitna) á tölvuna mína og vonast eftir kraftaverki því jú það voru 30 manns að horfa á mig.........
......og það eina sem kemur upp er: "Ég bara get þetta ekki....."
En þrátt fyrir óhemjuhegðun í menntó, fall í Njálu og skróp í síðustu viku kom maðurinn mér til bjargar!!!!
Og ég fékk klapp í lokin.....samúðarklapp.......og hefur þessi brandari yljað mér um ´kímnisrætur það sem eftir lifir dags.....Kristján er hetja mín

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

HEY YA!

Ef ég held að það sé ekki það óheppnasta sem maður lendir í er að vera dreginn út í happdrætti þar sem vinningurinn er utanlandsferð fyrir tvo og vera á klósettinu!!! Það kom fyrir eina á árshátíðinni hjá Kennó í gær. Hún reyndi samt að bjarga sér með því að koma hlaupandi með miðann og klósettpappír á hælunum upp sviðið til Sveppa og Audda sem héldu uppi stuðinu. Það má fylgja sögunni að meðal annrs voru líka tilvaldir vinningar fyrir hinn góða kennara eins og skólatöskur, pennaveski, litir og margt fleira. Að vanda var þetta með eindæmum fyndið kvöld en það er nú ekkert eins skemmtilegt að sjá sótaða kennara, leikskólakennara og fleiri mikilvæga áhrifavalda í uppeldinu...
later...