miðvikudagur, janúar 28, 2004

Til hamingju með þróunina....

MAGNAÐUR MIÐVIKUDAGUR

....jú það er rétt, ég er að skrifa á bloggið mitt. Eg var reyndar búin að gera það upp við sjálfa mig að hætta blogginu um leið og ég kæmi til Íslands.......anyways ég er að fara á BRETTI um helgina!!!!!! Svo innilega langþráð að ég fæ næstum fullnægingu við að hugsa um það. Þar sem leiðin liggur á Siglufjörð ásamt þessu líka fríðu föruneyti ákvað ég að tékka á hvort einhverja helgarskemmtidagskrá væri að finna í tilefni að komu okkar, þarf nú ekki að vera mikið, við erum svo lítillát að einn gítar, einn sveitakall og frúin að dansa dugir okkur, en munnharpa væri ekki verra. Mega nú reykvíkingar sitja með sárt við að missa okkur fríðlingana. Jú jú ég fann vefinn en því miður enga helgarskemmtun en er fróðari um það að 4 börn fæddust þar Janúar og HEILAR 4 vídeóspólur hafa verið leigðar síðan um áramót í Vídeótekinu þar. Ef þetta eru aðalatburðir Janúarmánaðar held ég að norðlendingarnir ættu að bíða eftir að við verðum þarna, greinilegt að við þurfum að taka málin í okkar hendur, enda hefur maður nú heyrt að ferillinn hefjist í hlöðunni, eg meina ef ekki verður veður til að brettast þá verður alltaf hægt að fara í sannleikan eða kontor og fleiri mönunarleiki..eða voru það mökunarleikir...nei nú slaka ég...
En svona var dagurinn minn í hnotskurn:
Skóli: Orðhlutafræði klukkan hálf níu..eða þegar eg mætti , var bunað steingleyma því að við eigum að mæta klukkan 9 svo ég gerði mér ferð niður í bóksölu til að athuga hvort verðið á íslenskubókinni hafi lækkað. Það var ekki svo ég reyndi að kroppa eitt núllið af og það leiddi ekkert gott af sér nema illt augnráð bóksölukallsins.
Tjill í skólanum: Eftir sveitta verkefnavinnu hlustaði ég á enskuséníið og pölsemasterinn lýsa því hvernig maður raðar á pulsu, eða eins og hann vitnar:" allt í einu bara...og pulsan er góð, eða kúnninn er allavega góður".
Tannlæknir: Jú maður verður að fara til tannsa og láta hann líta á geiflurnar, enda ekki seinna vænna þegar maður hefur ekki farið síðan 2001. En svo ég fari nú ekki að segja alþjóð frá mínum tannmálum ,læt ég þar við sitja og sný mér að áframhaldandi leit að íbúð en ég er búin að afreka það í dag að skoða enn eina íbúðina, kíktum á eina risíbúð sem var 50fm á Bollagötunni og hélt mín að nú væri hún komin í gullið, rétt hjá skólanum, í göngufæri við bæinn og ódýrt!! En því miður þá var hún ekki eins gríðarlega sniðug eins og ég hélt svo ég leita áfram...101 -105...
dagurinn endaði svo í dýrindis stoppi hjá ömmunni sem dældi í mann Cadburys kexi og mjólk..just like old days :)

later.....