mánudagur, september 29, 2003

Svo verðið þið nottla að byrja neðst...helgin kemur öfug inn...


Á laugardagskvöldið fór ég í "ÞRENGSTA " partý í heimi. Semsagt of mikið af fólki í einni íbúð...maður gat varla komið sér úr eldhúsinu og inní stofuna án þess að káfa á öllum þarna inni ....verst að það var bara helvíti gaman...
...eitt herbergið var undirlagt í dansgólf og var ég bara þar inni fyrri hlutann því ég og dönsk stelpa öfluðum okkur einhverra óvinsælda með því að setja gömlu danslögin á frá því við vorum 14 ára....og það kom bara ekki alveg nógu lekkert út!

....ég reyndi líka fyrir mér í því að reyna að kynnast þýska karlkyninu en það gékk frekar erfiðlega því ég skil bara ekki nóga þýsku til þess að eiga gáfulegar samræður, en það er nú ekkert að óttast því það var miklu skemmtilegra að hanga með bóndafólkinu frá Norge heldur en að elta eitthvað sem segir : Ich wohne in diese strasse und ich habe freundin das wohne in diese strasse und noch eine in diese strasse....og heldur á korti!!!!
...eins allar aðrar kvölskemmtanir á Þýskalandi endaði kvöldið á næstu klukkutíma ferðalagi heim!!!

Konan við hliðina á mér er að snýta úr sér heilann held ég því hún gerir ekkert annað en að snýta sér og kveikja á tölvunni sinni aftur og aftur.....
....best að fara að forða sér frá nokkrum skvettum....
Jááááá og svo á föstudag fórum við Jóhanna til pars sem var að vinna á Akureyri í 2 og hálft ár frá ´99 til ´01. Við vorum þar í 4 tíma og eina umræðuefnið var jú nottla Ísland, kleinur, Myvatnssveit og fleira og fleira...svo fengum við að smakka´heimabruggað fíflavín sem þau höfðu fengið þegar þau komu í sumar. Þar með afsel ég einum fæti af mér að vera íslensk áf tveimur ástæðum:

1. Ég hef aldrei áður smakkað svona fíflavín(hver býr svona til?)
2. Þau höfðu séð meira af Íslandi heldur en ég og hef ég nú búið þar í 23 ár!!!

Laugardagurinn var flóadagur þ.e.a.s. byrjuðum á að skoða einn sem var útí rassgati (Treptow) og var bara eins og Kolaportið, hefði verið fínn fyrir mig ef ég væri að fara að búa til bíl!!!

Reyndar lentum á alveg hrikalegum séns é leiðinni þangað því það vara einn gaur frá Dubai sem byrjaði að tala við okkur á leiðinni úr lestinni og fannst honum hann rooooslagea sniðugur að vinur hans ætti veitingahús og hann væri þarna í Berlín til að kaupa bíla..Stórlax hann..hann ætti kannski að kíkja á þennan flóamarkað, þá gæti hann sparað aurana..svona ef hann kynni eitthvad meira með höndunum en hann kann með túlanum greyið....
Bling bling bling!!!!!

Þar er margra sagna frásögufærandi eftir helgina og ég veit varla hvar ég á að byrja.

Fyrst langar mig þó að segja frá því að maður er hvergi óhultur!!! Á sunnudag þegar við Jóhanna vorum að búa okkur til brottfarar í eitthvad sunnudagsflakk heyrðum við heldur betur óhuggulegt hljóð ( fyrir utan prumpuhljóðin í klósettinu) og spáðum mikið í þa hvernig í ósköpunum þau voru möguleg. Það var verið að stinga lykli í skrána hjá okkur!!!!! ?????? Við stóðum bara og biðum eftir framhaldinu og þorðum varla að opna..en ákváðum nú að við skyldum ekki láta það viðgangast að einhver væri að reyna að komast inní í búðina okkar og þegar við opnuðum stóð ekki einhver frammi heldur einhverjir...svona 8 manns og þau voru jafn undranadi og við hvað væri að gerast. Eina sem þau ropuðu útúr sér var að spyrja hvort þetta væri ekki 4.hæð??? Við sendum þau bara upp á næstu hæð...en þó með vafasömum hug... Allavega framahaldið af því var ekki af verri endanum því í fyrsta skipti á ævi minni fór ég á alvöru fótboltaleik og með orðinu alvöru meina ég það að áhorfendur eru fleiri en 5000 og völlurinn stærri en Laugardagsvöllur!!! Við fórum að sjálfsögðu með bullunni honum Eika en án hans vissum við ekkert og hvað þá að þessi leikur hefði verið. Hertha Berlin og Hamburg og víst voða mikilvægur leikur fyrir sæti í deildinni.(sagði Eiki). Við sátum í 31 röð og var það freeekar hátt uppi. Sá einn strák í Íslenkri landsliðstreyju merkta Sverrisyni...eg var svona að spá í að rota hann og stela treyjunni hans....fyrir Hamurgarferðina!!!! Muhahahaha.....
Þekkir einhvern einhvern sem er að fara til Hamburgar á leikinn??? (endilega látiði mig vita)

föstudagur, september 26, 2003

já ....
..tað er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt eins og eg gerði í gær en það var að fá svona comment glugga upp....þetta er mesta snilldin og lífgar svo sannarlega upp á mína daga....
....eins og eg hef talað á ður um tussulega daga þá hef ég átt einn svoleiðis....maður vill ekki líta í spegil og svo sannarlega ekki þegar eitt horn kemur framan á mann með tvö börn í eftirdragi... ég held að kennaraskvísan mín hafi haldið að mér fyndist hún leiðinleg því ég var bara ekki í þessum heimi í tímanum í dag...eða þangað til síðhærði Fabíóinn minn reyndi að gera dag minn léttari með því að syngja lagtexta úr Hárinu. Við gerðumst nefnilega svo menningarleg að fara á Hárið í gær, þýsk-enska útgáfu, var alveg brillíant. ....Þessi gaur er nottla bara sá allra fyndnasti..að taka upp á því að syngja og fara svo að leika útvarp. Svona til að lýsa honum nánar þá er hann með sítthár og krullur...nei slöngulokka og talar meira með höndunum heldur en munninum. Hans spesfag er alveg hreinlega að halda uppi geðheilsu bekkjarins. Hann er fullur fróðleiks og veit meira um risaeðlur og plöntur heldur en nokkur annar...wonder why?.. ekki nóg með það þá er hann buinn að plata mig til þess að fara og syngja karókí með honum í næstu viku... veit ekki alveg hve lekkert það verður...;)
..en maður hefur nú tekið lagið svo svakalega lekkert hérna áður fyrr að ég er viss um að mér verður boðið að vera söngvari í einhverju skúrsbandi hérna í bæ...
....híhíhí...
......en eins og sést hér að neðan eru stafirnir ekkert svo mikið að spila rétt..frekar svekkjandi því ég lagði alla mína spagettíorku í hana í gær....í dag kemur ekki mikið enda bara um kartöflu og brokkólíorku að ræða....

Helgin framundan og meira í boði en brokkólíorka getur hugsað núna!! ...en í kvöld á að heimsækja par sem var að vinna á íSLANDI fyrir 2 árum. Það er eins asnaleg goðsögn sem ég hef heyrt um íslendinga og hun er þannig að íslendingar þurfa einhvern veginn alltaf að vera að minna á sig í útlöndum, það er að segja að þegar, maður hittir íslending í útlöndun VERÐUR maður að tala við hann!!!! OK!... við erum að tak þessa goðsögn heldur betur í nefið því við "verðum" að tala við útlendinga sem hafa BÚIÐ á Íslandi.....er það ekki orðið svólítið funky?
Á morgun verður tekinn rúntur helgaður mér en alltaf um helgar þá eru flóamarkaðir útum allt og ákvað Jóhanna að gerast svo örlát að segja mér hvar þeir eru til að við getum farið og leikið flóafólk...svo er eitthvað grand partý á morgun ( ætti nú að koma með einhverjar sögur af því hérna eftir helgina fyrir þyrstu púðurkerlingarnar mínar;)) ...og svo á sunnudag ætlum við nokkur að fara með 2 hæða strætó og skoða borgina frá öðru sjónarhorni en vanalega( neðanjarðar)....

.....svo bis dann......SkVísan

fimmtudagur, september 25, 2003

Fjóla Borg er snillingur

prófaðu nu að commenta!!

meeeeee.......

Mjálmadu hvad tú vilt

Prófun prófun...nu skil eg ekki hvers vegna það koma ekki íslenskir stafir...verst að kunna ekki meira í tölvum...

...halloa folks.....ta er ti­mi fyrir sma update!!!!!

Lífid gengur sinn vanagang hérna fyrir utan nokkra skemmtilegr uppákomur og sem dæmi um það nefni ég hinn yndislega veskisfund minn. Jú ég týndi buddunni minni fyrir nokkru og má segja að ég hafi grátid hana. � henni voru: debetkortid mitt(að vísu gagnlaust fyrir venjulegan þjóðverja), lestarkortid mitt og 50 evrur (!!)..og svo að sjálfsögdu buddan sjálf sem ég hef notð svo lengi að hún ætti að hafa verið orðin föst við mig. Einhver hjartgóður borgari ( í mínu frekar skuggalega hverfi) skilaði henni á löggustöðina og sem sendi mér bréf! Og talandi um bréfið!!!....tegar ég fékk fyrst bréf frá Freie Uni heim þá stóð Herr Jóhannesdottir og nuna var ég ávörduð Herr Rudolph!!! ????? frekar fyndid því konan á skriftstofunni hrfði bara á mig og sagdi: " En þú ert ekki herra Rudolph!"

..en það eina sem ég gat séð voru dollaramerkin í augunum á mér og fundid varirnar snertast á hnakkanum á mér!!!
� gær fjárfesti ég mér svo í hátölurum fyrir tölvuna og verð ég að segja það að ég hafi bara fengid mjög góða fyrir um 2500kall...allavega nógu góða til að geta horft á DVD og virkilega gleyma því að ég væri að horfa á í gegnum tölvu!
....nu versna bara fituhausarnir því vid erum bunar ad vera mjöög duglegar að undanförnu að liggja fyrir framan þýska sjónvarpið og mjög óduglegar að vera að hitta krakkana úr bekknum......
.....vid komumst að því um daginn hvað við vorum afskaplega ófélagslyndar því vid færum ekki í mensuna eftir skóla, þar borða allir hádegismatinn áður en þeir gera eitthvað annað...félagslynt eða ófélagslynt!! ....Nu vid ákváðum að brjóta odd af eldamennskuoflæti okkar og kaupa kort í Mensunni...og eins pappísrvinnan og vesenið er hér þarf til þess að fá kort: Sýna staðfestingu á skólavist, fá kortid, fara í kassa og fylla inná það...sýna staðfestinguna í hvert skipti tegar tu borgar...og ekki gleyma að þetta er 43.000 manna skóli og maturinn og stærðin eftir því.... KH� er bara kamar...en KH� er góður kamar!!!
...allavega í félagslyndismissioninu mínu ákvað ég líka að fara með bekknum mínum í leikhús í kvöld og er ég því að fara á Hárið....án Jóhönnu í þeim tilganagi að læra þýsku!! ...Jóhann verður örugglega heima að setja saman lista því þessa dagana hefur hún haft ítrekaðar tilraunir til að vera hjónabandsmiðlarinn minn, hun þarf að finna einhvern með svipuð gleraugu, svipaða klippingu + skegg, helst í íþróttaskóm og vera dálítill fituhaus...vesrt bara að eins og maður lítur glæsilega út kemur karlkyns útgáfan ekki eins vel út þannig að hver sem kemst í samband við hana vinsamlegast biðjið hana að hætta tessu ....
... jæja nu er kominn tími á að hætta pistlaskrifum og fara að finna flug handa óvæntum leynigesti sem planhugsar heimsókn!!! :)

...með kveju frá Berlín

Jæja folks
Tá er komid update...........
......Vid Jóhanna komust að því um daginn ad vid vorum ekki nógu félagslyndar því vid færum ekki í mensuna eftir skóla, en það er mötuneytid í skólanum, og tangad fara alltaf allir eftir skóla og fá sér hádegismat. Vid ákvádum tá ad brjóta odd af eldamennskunni sem vid vorum svo ánægdar med heima og kaupa okkur kort í mensunni. Tad er samt allt annad en einfalt ad fá sér mat þarna því þad er um svo margt ad velja og fyrir hana Ásdísi er það erfidara en fyrir venjulegt fólk ..hahahaha..fyrir þá sem þessu ná ;) ...og meira af erfidi..til þess ad fá sér kort þarf fyrst ad kaupa það og svo fylla inná það í einhverri vél og alltaf sýna pappírana sína´
...þetta er ótrúlegt, vid getum ekki einu sinni tekið okkur DVD nema sýna fyrst lögregluvottorðið, sem við þurftum að fá þegar við komum..eitt af þessum pappírum.... já tiltekid þá fórum vid í fyrsta skipti á vídeóleiguna í gær í tilefni þess ad ég fjárfesti í nýjum hátölurum vid tölvuna mína og nú er bara alvöru bíóstemmning....smá íslandsfílíngur þar...
....vid erum svo miklir lummutúristar því vid erum búnar ad labba á hvejum einasta degi frá heimilinu okkar á U-Bahninn og fara í súpermarkadina sem tar eru í leidinni, súpermarkadir sem eru 0,5 Bónus, ...og svo allt í einu tökum vid adraleid heim og rekumst á bara þennan fína kjarna...hinum megin vid hornid...medal annars med vídeóleigunni, grænmetismarkadi, SPAR, og einhverjum Imbissum...litlu túrstarnir skutu sig í fæturna í þetta skipti....

mánudagur, september 22, 2003

Tá er ég LOOOOOOOOKSINS ordin nettengd í skólanum svo ég þarf ekki alltaf ad vera ad fara á internetkaffið....það er bara gott tví þá minnka smá útgjöldin, ekki það að það hafi verid eitthvad dýrt bara færri staðir til að taka upp budduna!!!!

Fór Í SACHSENHAUSEN á laugardag og mein gott hvad tað var skelfilegt..eða þar að segja mjög óhugnalegt. SACHSENHAUSEN voru fyrstu útrýmingabúðir nasista áður en stríðið byrjadi og eru í um 45 mínuta lestarferð frá Berlín. Eg fór meðal annars að skoða fangaklefana sem helstu "pólitíkusarir" voru í og ínní hverjum var mynd og ágrip af hverjum og einum, rúmin sem þeir voru í var trébeddi med svona eins konar tausekkjum fyrir sæng...ekki mjæg lekkert og ekki audelt a setja sig í þeirra spor, eignlega bara vildi ég ekki hugsa um það. Þar fyrir utan voru svo staurar sem menn voru bundnir við. Hendurnar á þeim voru þá teknar aftur fyrir bak svo axlarliðirnir urðu frekar aumir.....
Eg stóð á punkti sem fólki var refsad fyrir að geta ekki unnið, vegna einhverra ástæða og refsingarnar fólust meðal annars í því að standa þangad til maður gat ekki meir!!!
...eitt sem mer fannst frekar ógeðslegt líka að heyra var það að öll lík voru "hreinsuð" og tattú fjarlægð og af plakati var hægt að lesa frásögn eins læknis og hann sagði m.a: Þegar ég kom inní herbergið lágu skinnbútar með tattúum á útum allt....!!!!
Hvað er málið?

....auðvitað fengum vid að heyra ljótari sögur og eftir daginn voru allir frekar sorgmæddir...eða meira þreyttir því ferðin tók 6 klukkustundir í 28 stiga hita!!!!

í gær fór ég svo á GYðingasafnið ( Nú hætti ég að tala um það) og ég barasta varð fyrir vonbrigðum..hate to say.. en ástæðan fyrir því var sú að áður en okkur var hleypt inní það þurftum við að fara í gegnum skönnun, la´ta frá okkur dótid, bíða eftir guide og fleira og bara það tók langan tíma. SVo talaði leiðsögumaðurinn aðeins of hratt fyrir útlenskan hóp...helmingurinn skildi ekki neitt OG sagði ekki neitt heldur þannig að... Ásdís veit voðalega lítið um gyðinga....svo skildi maðurinn okkur eftir í einhverju reiðileysi og við ekki buin að skoða nema rétt helminginn af safninu!!! Þá voru liðnir um 3 tímar frá byrjuninni og ég gat ekkert hugsað um annað en að fara út í 30 stiga hitann og fá mér að borða.... Það besta við þessa ferð var að skoða arkitektúrin á byggingunni því hann er mjög úthugsaður og flottur!!

Vá litla skrifræpan sem ég fæ þegar ég kemst í mína tölvu :)

eins og áður er maður alltaf að rekast á einhverja betlara og slapp ég ekkert við það í gær..nema hvað að sá betlari sem ég sá fannst mér mjööög sniðugur. Það var kona sem sat með Ghettoblaster og spilaði einhverja fallega ballöðu...eina konan sem ég hefði gefið pening fyrir að líta bara ALLS ekki út fyrir að vera svooo fátæk..

bless bless og ekkert stress
tchuss.....Skvísan

fimmtudagur, september 18, 2003

Um helgina aetla ég ad vera mjög menningarleg og skoda tad merkilegasta hér...verst hvad mig hlakkar alveg rosalega til ad vera svona mikill túristi! Á morgun aetla ég ad skoda stad sem heitir Checkpoint Charlie, en tad er sá stadur tar sem fólk gat farid yfir til Austur berlínar á medan múrinn var enntá. Austurberlínarbúar máttu alls ekki fara tarna yfir og Vesturberlínarbúar gátu adeins farid med dagspassa. Á laugardag mun eg fara med skolanum ad skoda dvalarstödvar (held ég) Hitlers "SACHENHAUSEN" og á sunnudaginn er svo Gydingasafnid...eg held eg muni nu ekkert meira tala um tad tvi tá gaeti eg alveg eins farid ad breyta nafninu á blogginu í "Berlínartúristinn".

Eftir ad ég kom hingad finnst mér alveg rosalega merkilegt ad vera á heitasta hasarstad seinni heimstyrjaldarinnar og fá ad sjá hvad borgin ber enn tess merki. Svo vitum vid Íslendingar bara ekkert mikid um tetta....allavega hef eg ekki lent i neinum heitum umraedum um tetta hérna á Íslandi enntá ;)
.....en krakkar hérna virdast vita svo miklu meira um pólitík og bakgrunn borgarinnar og landsins ad madur skammast sín hálf fyrir ad vera ekki fródari um svona mál. Reyndar hefur nu ekki svona mikil barátta átt sér stad á Íslandi eins og t.d i strídinu og svosum ekkert mikid ad grafa í en engu ad sídur aetti madur ad vita meira um landspólitík og ástand meira en madur gerir....fyrir framtídina...

.....???????????????.....

.....Adieu....

I gaer tegar eg var ad taka lestina heim ur skolanum tá sá ég alveg hraedilega konu. Ekki tad ad hun sé eitthvad hraedileg en greyid hafdi örugglega ekki bordad i 15 ár!!! Hun var i vesti einu saman ad ofan og einhverjum buxum sem voru örugglega minnsta staerd en tjald á henni. Hun var ekki med NEINA, semsagt bara skinn og bein og hun vara d snikja pening...og eg bara góndi á hana eins og hálfviti...synir hvad madur ser stundum sorglega sjon hérna...og fattar hvad madur hefur tad gott. En greyid var med negldar spytur undir skóinn sinn og púda á hnjánum örugglega svona "incase of falling"!

For lika á tridjudag i bíó med bekknum á mynd sem heitir Life without me, eftir P.Almovador(?). Eg vissi bara nákvaemlega ekkert um hvad tessi mynd var og hefdi betur mátt vita tvi hun var svo döpur ad mig langadi helst ad grenja eftir myndina.... tvílíkt sem eg vard emotional..en eins og eg sagdi tá var hun svo döpur og tar sem eg er mannleg tá voru allir hálfgrenjandi...soldid fyndid móment á milli fólks sem tekkist ekki mikid en eydir öllum dögum saman i skólanum....en mjög gód mynd sem eg held eg kaupi mér bara....svona tegar mig langar til ad grenja!
Tetta bíó var minna en bíóid í Keflavík..hmm...auglýsingar í hálftíma og midarnir voru seldir í sjoppunni, milli poppvélarinnar og nammisins...mjög original...lentum svo í skemmtilegri uppákomu. Tegar auglýsingaranar voru bunar ad vera nógu lengi slokknadi á skjánum og ljósin kviknudu...neinei kemur ekki bara einhver kona uppá svid, og tad fyrsta sem mér datt nu í hug var ad hun vaeri ad kynna myndina eda segja frá henni eda eitthvad....en nei hun aetladi ad segja sögu!! hahahahahha....tá er herna í Berlin einhver "3.international literature festival" og tilefni af tvi aetladi hun ad lesa upp hádramatíska sögu sem eg reyndar skildi rett helminginn af :)

sunnudagur, september 14, 2003

Hvad er svo ad frétta af ykkur?
...vídeoheimar?
...Klaedskerinn?
...álfarnir?

Echs!

...tetta vaeri fraendi vinkonu tinnar, eda sonur konunnar sem er ad vbinna med tér...

Ótrúlega fyndid
...ad skoda i blödum hérna tvi i teim eru alltaf einkamála auglysingar tar sem folk er ad leita ad einhverjum sérstökum. til daemis: McDonalds á Potsdamer Platz tann 19.águst. Tu varst med blikandi blá augu og sítt dökkt hár, i brúnum jakka og bláum buxum. Vid horfdumst i augu og mig langar ad hitta tig aftur, eg var tessi í ...... og blablabla....
....sjádi tid tetta fyrir ykkur á Íslandi????

Í dag var ljótan.
Sumir hljóta ad hafa lifad suma daga tar sem madur virdist bara aetla ad vera tussulegur allan daginn...sama hvad madur reynir...tad var í dag :) og nuna fyrst klukka 8 i kvöld er ég ad vakna til lífsins og fyrst tad gerdist ta fannst mer tilvalid ad deila med ykkur helginni minni. Á föstudaginn tá hittum vid krakkana í skólanum á stad í Kreuzberg, en tangad tekur tad mig um 40 minutur ad komast. Vid turftum ad skipta 2var um lest og tad er nu engin frett nema tad ad á einum stadnum ta lentum vid nu heldur betur i tvi. Eins lítid fyndid og tad hljómar ta fannst einhverjum tyrkneskum gaur vid svo flottar ad hann vildi barasta éta okkur.. og su adferd sem hann notadi var sko alveg...honum fannst hann vodalega snidugur ad halda ad vid vaerum frá Rússlandi eda Póllandi og svo bara bera á sig magann a medan hann var ad spyrja hvert vid vaerum ad fara og hvort hann maetti koma med...herre gud..vid nottla fordudum bara okkur i snatri! vid komumst nu svo äohultar a afangastad og skemmtum okkur vel.
Laugardagurinn var alveg svakalegur, eg for ad labba um kreuzberg i hálfgerdri túristaferd saem verkefni ur skólanum. Eftir ad hafa verid tynd i einn og hálfan tima i tyrkjahverfinu leitandi ad lidinu mínu eyddi eg ödrum einum og hálfum i ad reyna ad komast af stad tvi vid barasta skildum ekki hvort annad. Krakkarnir i minum hóp koma öll frá midjardarhafslöndum og tala svo óskyrt midad vid til daemis íslenskuna og tegar til daemis gríska stelpan var ad reyna ad segja mer eithvad gat eg ómögulega skilid hana fyrr en hun stafadi fyrir mig og ta kom svo i ljos ad tad ord er bara ekki sagt á tysku eins og hun segir tad!!!! Eg tel ad tau hafa öll tad vandamál ad geta ekki talad tyskuna hart eins og hun er tvi tau einhvern veginn hrogna henni bara út...ekki tad ad mín se eitthvad fullkomin en eg skildi tau bara ekki!!! Tad hefdi verid mjög fyndid ad vera fluga a vegg tarna... 5 manns...einn ad teikna allar byggingar sem vid sáum, ein ad labba á undan, ein ad góna ut i loftid, tvaer ad reyna ad stjórna (eg og gríska skvísan)...hahahahahahahha...en tetta var mjög fraedandi og gaman !

Labbadi adeins um hverfid i tag og uppgötvadi tann skemmtilega hlut ad ítalski markadurinn, sem vid fórum a i vikunni og forum heim tannig ad fyrst tokum vid S-bahn heim ( sem er ofanjardar og fer nokkurn veginn hring um centralid) og svo U-bahn (sem fer allt), er bara i göngfaeri ...ótrulegt eins og krakki sem er nybuinn ad laera ad reima skó.

Allavega borgin er helvíti kúl og eg er alltaf ad uppgötva eitthvad nytt. Tad er haegt ad fá og sjá allt i heiminum herna. Tetta hefur stundum verid nefnt "Oriental- Istanbul Express" en tad var á sinum tima lest sem for milli Parísar og Istanbúl...teir sem bua hérna og su menning sem haegt er ad finna her er öll á milli tessa tveggja stada...

föstudagur, september 12, 2003

Plönud ferdalög:
11.október : Hamburg
25.október: Brussel
22.nóvember : Halla fer í ferdalag

Helgarfri!!!Ta er fyrsta vikan i skólanum búin og skánar tyskan med hverjum deginum...vid fengum heimaverkefni fyrir helgina en tad er tannig ad búid er ad skipta bekknum upp og hver hópur a ad fara i göngutúr um hverfi hér í borg og gera umfjöllun um tad. Tad er nefnilega mikil áhersla á tad ad vid laerum sögu borgarinnar og er hún sko ekki lítil. Tá er ég ad tala um Múrinn og alls slags mál í kringum hann. Eg fer í Kreuzberg, sem er tyrkjahverfid, tad er samt annad hverfi semhefur líka mikid af tyrkjum og nasistum og fyrir tá sem eru menningarvitar og vilja vita tetta, ta búa tar fleiri en á öllu íslandi!! (Svona er eg nu buin ad vera dugleg ad laera i skólanum). Hopurinn minn samanstendur af einni grískri stelpu sem hefur ekki kynnst rakvél, franskri stelpu og tveimur spánverjum sem eg a rosa bágt med ad skilja tvi tau hrogna einhvern veginn tyskunni ut á spaenskan mata. A morgun klukkan 12:30 hefst fjörid og fer tíminn örugglega meira i ad skilja hvert annad heldur en sögu hverfisins...en mín er nú glöd tvi tar er tetta blessada Gydingasafn og hid fraega nedanjardabyrgi sem eg get ekki haett ad tala um....
Tad er ótrulegt hvad tjódverjar eru pappírssjúkir tvi tad er búid ad taka okkur óratíma í pappírsmal til ad fá ad vera hérna i 4 mánudi...fyrst turftum vid á Erasmus skrifstofu ad saekja blad til ad fara i naestu götu og borga Semesterticket, svo i bladabúd til ad kaupa leyfisbréf, svo fara med heilsufarsvottosrd til ad fá stimpil, svo á löggustöd til ad fa annan stimpil og SVO á Erasmus aftur til ad skrá okkur inn!!!!! ...og stadirnir eru onir á svo fáranlegum tímu.....blabla...ótrúlegt...

Rétt símanúmer: 00491788026603


þriðjudagur, september 09, 2003

Skolinn byrjadur
Tad er otrulegt hvad dagarnir herna fara i litid, madur er svo lemgi ad komast a hvern stad ad tad gerast ekki meira en einn til tveir hlutir hvern dag...tad er nu samt allt i fina tvi ta leidist manni aldrei!!

Skolinn byrjadi i gaer. I honum eru 43.000 manns sem er nu eiginlega bara meira en bua i Grafarvogi og hann ber tess greinilega merki. Gangarnir eru skiptir eins og göturnar i New York. K-strasse, L-strasse og blabla...tad tok okkur lika alveg ogedslega langan tima ad finna stofuna okkar sem var merkt: KL 25/143...fyrst gatan og svo haed og svo...blabla
i fyrsta timanum var eg nottla svo bara enn einn utlenski ludinn sem vissi varla hvad var i gangi. En kennararnir eru finir og vita greinilega alveg vid hvad tau eru ad dila vid. Hinir ludarnir eru adallega fra Sviss, Frakklandi, Japan og Danmörku. Ein konan sem kennir er alveg hrikalega fyndin tvi eg held hun se ofvirk, sennilega eins ofvirk eins og augun hennar lita ut i gegnum flöskubotnagleraugun sin. Hun er frabaer og gaf sinum nemnedum serstakt leyfi til ad tua sig tvi herna er sidur ad tera ta sem eldri og virtari eru...verst ad eg er ekki buin ad koma tvi upp tegar eg er ad versla herna:/ Allavega tad er buid ad skipta upp nemendum og eg er ekki med Johönnu i hop sem er bara gott tvi ta drullast eg til ad byrja ad tala tyskuna!! I gaer var svo Erasmus kvöld, ta hittust allir a stad rett hja skolanum sem var gedveikur. Tad er setid uti i svona gardi med fullt af trjam i kring og seriur hangandi i loftinu...bara flott:) ...en svo med fullt af krökkum sem sitja bara og gona a hvert annad- Tad er geggjad fyndid tvi tad fyrsta sem allir spyrja er hvadan hver er og hopa sig svo saman eftir tvi.! Teir sem eru bunir ad sja tetta alveg ut aettu ta strax ad vita ad vid erum i Skandinavaklikunni!! Hvad annad!! Skolinn er a hverjum degi fra 9 - 13 og er bara finn! Nog um tad tvi The Highlight of the day var svo tad ad vid Johanna afrekudum tad ad fara i lengstu lestarferd mina her i borg til ad fara i IKEA og kaupa mublur. Vifd fundum tvo haegindastola a 39 evrur og keyptum ta eins og skot!! Svo burdudumst vid heim med stolana i straeto (10kg), tad var svo mikid pud og i tokkabot ta steig madur ofan a minar treyttu taer!! Eg var svo pirrud..greyid madurinn sem fekk mitt ljota augnrad...anyway stolarnir eru geggjadir...hahahaha!!!
Nu er eg svo i tvi ad finna odyrasta farid heim a Iceland express...eftir tvi sem eg best veit er tad skynsamlegt tvi tad fer ad fyllast i velarnar i kringum jolin...
bis dann SkVisan

sunnudagur, september 07, 2003

Tad var Island Tyskaland i gaer og audvitad tok eg islensku leidina!!!

Skolinn byrjar a morgun!! Er eiginlega buina ad bida eftir tvi, tvi ta fer eg ad gera eitthva annad en ad labba alla daga og skoda...her er nebbla endalaust haegt ad skoda...i dag for eg i turiastaferd til Kreuzberg sem er tyrkjahverfid herna. Tad var mjog fint en tegar vid loksins komum ad Gydingasafninu, sem mig langar mjog mikid ad sja,(tad er med nedanjardarbyrgi sem var notad i stridinu) ta var eg svo buin a tvi ad vid johanna hoppudum uppi naesta U-bahn og forum heim ad horfa a Superstar a tysku...huggulegt tvi likaminn er farinn ad segja stopp vid labbi, krampar i laervodvum og bolgnar taer... eg er buin ad labba svo mikid og er alltaf ad sja eitthvad nytt... sjonvarpid er agaett en svo erum vid ad hugsa um ad reyna ad komsast yfir einhverjar DVD myndir...er ekki einhver sem vill senda mer sjoraeningja??? :)
Madur er ordinn sma fituhaus nuna svo eg er haett i bili...

föstudagur, september 05, 2003

GAMAN I TESSU TUSKULANDI!!
Eftir 8 tima lestarferdalag komum vid Johanna a Ostbahnhof til tess ad bida eftir Eiriki, eina islendingnum sem eg tekki sem byr her, hann hitti okkur og stuttu seinna kom sa sem leigir okkur ibudina ad saekja okkur, tad sannadi sig fyrir teim sem segja ad tetta se ein stor samkznhneigd orgia. Best eg leidretti, leigulidinn og kaerasti hans komu ad na i okkur, teir keyrdu med kkur ad sja tad helsta, sem eru uppsprengdar kirkjur og glaenyjar rsabyggingar eins og Potsdamer platz, tar sem Sonycenter er og fleira. Fengum ibudina og hun er svo STOR ad tad er ekki fyndid, eg er med risastort herbergi og ser klosett.!! getur ekki verid betra....Eftir fyrsta daginn ad flakka i borginni langadi mig heim...lestirnar eru hrikalegar..mikid af teim og gamlar...tad er eins og taer seu ad springa tegar sma beygja kemur a sporid..en tad venst nu bara... okei timinn er buinn ...tad er framhald bradum... nytt numer +491788026603 ....SkVisan
ISLAND - TUSKULAND I Sonycenter a laugardag:)