miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Ich bin fahren aus Danemark!!!!
TCHSUSS UND CIAO............

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

HAllohallo...
Nú er bara rúmur sólarhringur í brottför og hvar er ég...bara að slaka á (",)
.....reyndar er ég að fara með sigti í gegnum fötin mín og ákveða hvað skal koma með og hvað skal vera eftir!! Niðurstaðan er að verða sú að skilja megnið eftir því þá verð ég fljótari að pakka!! Ekki slæm hugmynd þessi ;). Ferðasagan er nú allavega í stuttu máli þessi: Ég flýg með síðdegisvélinni til Köben á morgun og mun gista hjá Kötu til að byrja með. Hún var nefnilega búin að upplýsa mig um það að það gæti verið þröngt á þingi hjá sér næstu vikuna, einhverjir vinir Adda, og í versta falli þá hözzla ég þá bara og fæ fínasta rúm til að sofa í..hehehe...en plan B mun vera hjá henni Birnu og stækkandi stórfjölskyldu! Ég og Jóhanna ferðafélagi minn ætlum að stefna að því að fara yfir til Berlínar 3.sept, með flugi, lest, rútu..bara einhverju sem kemur okkur yfir á minna en 5000kall...Þá þarf bara að koma sér fyrir á einhvern ódýran hátt. ...
...Uff..shit...puff..tíminn flýgur og ég þarf að fara og pakka..það sem er nákvæmlega komið er: taska, linsur, nokkrar bækur, hárblasari (sem þarf nú tæpt að nota við nýju töffaraklippinguna mína) já það er það...
að sjálfsögðu fáið þið að vita meira bráðlega um Tívolíð í Köben, deyjandi Kristjaníu, Gordon leiguliða í Berlín og Tyrkjahverfið ásamt því hvernig Skvísunni tekst að spjara sig á hinu mjúkrómaða tungumáli Þýsku....
kæru vinir bis nechste mal, ég ætla að stinga mér í djúpu ferðatöskurnar!

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Eftir nákvæmlega viku.....
.... ætla ég að vera á kaffihúsi að vini mína sem ætla að koma og kveðja mig því nú eru bara 8 dagar þangað til ég fer. Þá ætla ég líka að vera búin að loka ferðatöskunni og ekki lenda í því sama og þegar ég fór til Sölden!! Þá var klukkan hálfsex á sunndagskvöldi þegar ég ætlaði að loka töskunni..en nei nei hún var bara rifin svo lekkert að h+un hefði verið tóm þegar ég hefði loksins komist á áfangastað. Nú mín brunaði bara út í HAgkaup, sem var að loka eftir hálftíma, og keypti stærstu töskuna, svo bara heim aftur að taka UPP úr gömlu töskunni til að pakka Í nýju töskuna!!! Nei þetta skal ekki koma fyrir!!
Þjóðarbókhlaðan er staðurinn sem ég eyði tíma mínum núna en það er bara allt í lagi því hún Frú OgVodafone heldur til þar líka þessa dagana og brennir heilasellur. Eg verð nú að vera dugleg að læra fyrir föstudaginn því það er stór dagur í lífi okkar þá(",)
..........Bis Nechste mal!!!

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

so er nottla akveg hrikaleg tilraunastarfsemi í gangi núna...

skólinn minn:
Freie

skólinn minn:

skólinn minn :
http://www.fu-berlin.de

hallóhalló og velkomin á nýja fína bloggið mitt!
Nú fer að líða að því að ég fer að fara til Þýskalandsins, nánar tiltekið til Berlínar til að læra þar í 4 mánuði. Skólinn sem ég fer í heitir Freie Universitat og fyrir þá sem ekki vita þá eru 43.000 manns að læra þar!!! Ég er komin með íbúð rétt við miðbæinn og lítur vel út (af myndunum að dæma allavega)...þangað til annað kemur í ljós!!! Í vetur mun ég svo á þessari síðu aðallega vera að upplýsa mína heittelskuðu á Íslandi um það sem drífur á daga mína í Berlín..jaja na klar!!
13 DAGAR EFTIR!!!!